Í júlí verður Jeremy Smith, leikmaður Breiðabliks í Dominos deild kara með einstaklingsæfingar í körfubolta alla miðvikudaga og föstudaga (að undanskyldum 11. og 13. júlí). Æfingar fara fram í Smáranum í Kópavogi og tekur hver æfing um klukkustund. 

 

Á æfingunum vinnur Jeremy í að bæta boltatækni, fótavinnu, varnarvinnu, leikskilning og skot hjá iðkendum. Unnið verður í fámennum hópnum svo hver iðkandi fær mjög nákvæma og ítarlega þjálfun. 

 

Æfingar er fyrir iðkendur fædda árið 2004 og eldri. Þær fara fram á eftirfarandi tímum: 

 

Miðvikudaga: 21:00 til 22:00

Föstudaga: 20:00 til 21:00 og 21:00 til 22:00

 

Verð á einstakling er 15.000 kr og er skráning hafin hér.  Frekari upplýsingar fást í gegnum netfangið Jsmith.wba4@gmail.com.