Undir 16 ára lið stúlkna tapaði sínum fyrsta leik fyrir Finnlandi á Norðurlandamótinu í Kisakallio. Leikurinn fór 48-88 heimastúlkum í vil.

 

Gangur leiks

Finnland byrjaði leik dagsins mun betur. Héldu íslensku stelpunum stigalausum fyrstu fimm mínútur leiksins, en fyrsti leikhlutinn endaði 8-23. Ísland tók svo við sér í öðrum leikhlutanum. Þær sigruðu hann 18-15 og voru því 12 stigum undir í hálfleik 26-38.

 

Í seinni hálfleiknum sá liðið svo lítið til sólar. Finnland miklu ákveðnari á báðum endum vallarins. Ísland tapaði leiknum að lokum með 40 stigum, 48-88.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Fyrir utan að ná að taka 18 fleiri skot í leiknum, var skotnýting Finnlands mun betri. Skutu 39% af vellinum á móti aðeins 26% nýtingu Íslands.

 

Hetjan

Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir leiddi liðið áfram í dag. Skilaði 14 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum á þeim 24 mínútum sem hún spilaði.

 

Myndasafn

Tölfræði leiks

 

Viðtöl: