Í síðustu viku var haldinn opinn fundur á Akranesi þar sem farið var yfir stöðu meistaraflokks ÍA í körfubolta. Nokkuð hávær orðrómur hafði gengið á milli manna um að þar á bæ væri planið að senda ekki lið til leiks í 1. deild karla á komandi leiktíð.

 

Samkvæmt heimildum forsvarsmönnum ÍA mun hljóðið ekki hafa verið slíkt á þessum opna fundi. Ákveðið hefur verið að leitast eftir því að ráða nýjan þjálfara og stefna á þátttöku í 1. deild karla. 

 

Það er þó þannig að 1. deild karla er kostnaðarsöm á komandi leiktíð enda mikil ferðalög framundan á alla landshluta enda einungis tvö lið af tíu sem leika á höfuðborgarsvæðinu. Einn af liðunum í því að halda úti liði í 1. deild á næstu leiktíð er að stofa meistaraflokksráð en þannig mætti fjölga höndum í félaginu. Enda mikil sjálfboðaliðavinna að baki því að halda úti meistaraflokk. Áhugasamir Skagamenn ættu því að rífa sig upp og taka þátt í starfinu. 

 

Það mun því væntanlega skírast fullkomlega á næstu vikum hver framvindan verður en það er hugur í forvarsmönnum ÍA sem segjast ætla að bretta upp ermar og fara á fulla ferð í að undirbúa næsta vetur. 

 

Jón Þór Þórðarson hefur þjálfað liðið uppá síðkastið en mun ekki halda áfram við stjórnvölin. Þá lagði einn besti leikmaður liðsins Jón Orri Kristjánsson skónna á hilluna eftir síðasta tímabil. Það eru því miklar hræringar á skaganum en það væri óskandi að liðið tæki slaginn í 1. deildinni á komandi tímabili.