Í kvöld fer fram NBA nýliðavalið 2018 en í þetta skiptið er það sérlega spennandi fyrir okkur íslendinga. Ástæðan er sú að Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason er talinn líklegur til að vera á meðal leikmanna sem valdir verða í eitthvert lið.

 

Þessi neyðarútgáfa af Podcasti Karfan.is er því helguð NBA nýliðavalinu og umræðan mest á Tryggva Hlinasyni.

 

Gestur þáttarins er Arnar Guðjónsson núverandi þjálfari Stjörnunnar og fyrrum aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla.

 

Umsjón: Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur

 

Podcast Karfan.is er einnig á iTunes