Misjafnt getur það verið hvernig félög afla fjár til reksturs liða sinna. Líkt og við sáum við Hvaleyrarvatn í dag, þar sem að leikmenn og aðstandendur Hamars úr Hveragerði sáu um það að fæða svanga hjólreiðagarpa við endamark Wow Cyclothon keppninnar með grilluðum hamborgurum. Stóðu þeir vaktina frá því snemma um morguninn og langt frameftir degi.

 

Samkvæmt heimildum Körfunnar voru hamborgararnir einkar góðir hjá Hamarsfólkinu og var það á allra orði að vel hefði tekist til við matseldina.

 

Mynd / Bára Dröfn – Lárus Ingi Friðfinnsson formaður Hamars og kokkar hans sáu um að enginn færi svangur heim