A-landslið karla leikur í dag mjög þýðingarmikinn leik gegn Búlgaríu í F-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins. Leikurinn fer fram í Botevgrad í Búlgaríu og hefst kl 15:00 að Íslenskum tíma. 
 
Landsliðið æfði í keppnishöllinni í gær og hefur verið í Búlgaríu í þrjá daga en þar líkt og á Íslandi er mikil rigning. Craig Pedersen þjálfari liðsins var fullur eftirvæntingar fyrir leiknum. „Það er alltaf spennandi að spila mikilvæga leiki, andinn í hópnum og öll umgjörð hér er til fyrirmyndar og tilhlökkum mikil fyrir leiknum a morgun“ 
 
Ísland þarf sigur í kvöld til að tryggja sig áfram í milliriðla í undankeppninni sem fara fram í september næstkomandi. Ekki nóg með það heldur þýðir það einnig að liðið þarf ekki að fara í gegnum forkeppni undankeppni Eurobasket 2021. 
 
Það er því mikið í húfi í þessum leik en þetta er næstsíðasti leikur undankeppninnar. Ísland mætir einnig Finnlandi á þriðjudag í Helsinki. 
 
Leikur dagsins verður í beinni útsendingu á RÚV auk þess sem honum verður gerð góð skil á Karfan.is. Við ræddum við þjálfara og leikmenn landsliðsins á dögunum og má finna viðtölin öll hér að neðan:
 

+