Undir 18 ára lið drengja tapaði fyrir Finnlandi í spennandi fyrsta leik sínum á mótinu, 75-77. Næst leikur liðið á morgun gegn Eistlandi.

 

Gangur leiks

Ísland var betri aðilinn í upphafi leiks. Leiða eftir fyrsta leikhluta, 21-18. Undir lok hálfleiksins rétta heimamenn þó hlut sinn og fara með tveggja stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 39-41.

 

Í seinni hálfleiknum hleyptu Ísland þeim svo enn lengra fram úr sér og eru 6 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Í honum gera þeir vel í að vinna forystuna niður. Ná þó að lokum ekki að sigla sigrinum heim, töpuðu með tveimur, 75-77.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Tapaðir boltar fóru illa með Ísland í leik dagsins, þá sérstaklega undir lokin. Töpuðu í heildina 17 boltum gegn 11 töpuðum heimamanna.

 

Hetjan

Hilmar Pétursson var besti leikmaður liðsins í dag. Skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á þeim rúmu 31 mínútum sem hann spilaði.

 

Myndasafn

Tölfræði leiks

 

Lokasókn Íslands í leiknum:

 

Viðtöl: