Undir 16 ára lið stúlkna tapaði fyrir Eistlandi með 40 stigum gegn 49. Liðið er því 0-2 það sem af er móti, en næsti leikur er á morgun gegn Svíþjóð.

 

Gangur leiks

Líkt og í fyrsta leik gegn Finnlandi hófu íslensku stúlkurnar leikinn afar illa. Eru 14 stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 4-18. Því bættu þær þó úr undir lok fyrri hálfleiksins, en voru samt 15 stigum undir þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 18-33.

 

Í seinni hálfleiknum ger þær svo vel í að halda í við andstæðinginn. Komast þó aldrei neitt sérstaklega nálægt því að jafna leikinn. Með smá lukku hefðu fleiri skot þeirra ratað niður og þær náð því, en allt kom fyrir ekki. Á endanum þurftu þær að sætta sig við 9 stiga tap, 40-49.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Íslenska liðið skaut boltanum skelfilega í leiknum. Enda leikinn með 16% skotnýtingu á móti 28% skotnýtingu Eistlands. Í raun og verunni ástæðan fyrir því að þær töpuðu þessum leik, því þær voru að gera ansi vel í öðrum þáttum. Sigra til að mynda sóknarfrákastabaráttuna með 31 gegn 12 Eistlands.

 

Hetjan

Una Rós Unnarsdóttir var best í íslenska liðinu í dag. Skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á þeim 29 mínútum sem hún spilaði.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl: