Þjálfarinn og séníinn Friðrik Ingi Rúnarsson fagnar stórafmæli í dag. Þessi fyrrum þjálfari, framkvæmdarstjóri og leikmaður er fimmtugur í dag en hann fæddist 18. júní 1968.

 

Friðrik Ingi á að baki þrjá Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla sem þjálfari. Hann hefur þjálfað Grindavík, Keflavík, KR og auðvitað sitt heimalið Njarðvík. Hann var landsliðsþjálfari Íslands árin 1999-2003 og var svo aðstoðarþjálfari liðsins 2006-2007. Friðrik starfaði einnig sem framkvæmdarstjóri KKÍ um árabil og er því öllum hnútum kunnur í Íslenskum körfubolta. 

 

Friðrik er líklega einn besti þjálfari Íslands en hann hefur ákveðið hætta þjálfun en mun þó koma að körfubolta á einhvern hátt áfram. 

 

Karfan.is sendir Friðriki Ingi sínar bestu afmæliskveðjur við þetta tilefni og óskar þess að afmælisdagurinn og gleði næstu daga verði sem bestur.