Á dögunum samþykkti miðstjórn FIBA fjórtán reglubreytingar í leikreglum sambandsins. Reglubreytingunum er ætlað að auka flæði leiksins og skýra nokkra hluti betur. 

 

Nefnd á vegum FIBA sem er ætlað að ráðleggja til um breytingar inniheldur sérfræðinga frá FIBA, NBA og NCAA. Sú nefnd yfirfór 32 atriði og sendi til yfirstjórnar sem samþykkti fjórtán atriði.

 

Stærstu breytingarnar og mikilvægustu má finna hér að neðan:

 

 

Grein 36 – Tæknivilla

 

Ný regla: Ef tæknivilla er dæmd, skal gefa eitt víti. Eftir vítið, skal leikurinn halda áfram af liðinu sem var með boltann eða átti rétt á boltanum á þeim tíma er tæknivillan var dæmd.

 

Ástæða fyrir breytingu: Til að koma í veg fyrir tvöfalda refsingu eftir að tæknivillan er dæmd og til að tryggja jafnvægi milli liða með boltann og án boltans. Reglan fékk góðan stuðning frá samtökum leikmanna og þjálfara.
 

 

Grein 29 – 24 sekúndur

 

Breytt regla: Skotklukkan skal endursett alltaf þegar leikurinn er stöðvaður af dómara vegna villu eða brots af hendi liðsins sem var með boltann.

 

Í þessum aðstæðum, á liðið sem var með boltann að fá hann aftur. Þá skal skotklukkan stillt eftirfarandi:

 

  • Ef innkast er framkvæmt fyrir aftan miðju, skal skotklukkan vera stillt á 24 sekúndur.
  • Ef innkast er framkvæmt fyrir framan miðjulínu, skal skotklukkan vera stillt á 14 sekúndur.

 

Þjálfarar liðsins sem á boltann síðustu tvær mínúturnar af fjórða leikhluta eða í framlengingu eiga að geta ráðið því hvort þeir taka innkastið á sínum vallarhelming eða fyrir framan miðjulínu og ákvarðast tími skotklukkunnar á því vali.

 

Ástæða fyrir breytingu: Til að stytta tímann sem sóknarliðið hefur til ráðstöfunar fyrir skot þegar liðið hefur nú þegar farið yfir miðjulínu í sókn. Þetta býr til fleiri tækifæri á skotum utan af velli í leiknum.

 

Grein 35 – Tvívilla

35.1. Skilgreining bætt

Tvívilla kallast það þegar 2 mótherjar brjóta hvor gegn öðrum á nánast sama tíma.

 

Til að tvær villurgeti talist tvívilla, þurfa eftirfarandi skilyrði að koma til:

 

  • Báðar villur eru leikmannavillur
  • Báðar villur innihalda líkamlega snertingu
  • Báðar villur eru á milli tveggja andstæðinga sem brjóta á hvor öðrum
  • Báðar villur hafa sömu refsingu

 

Ástæða fyrir breytingu: Til að einfalda og útskýra reglurnar í aðstæðum þar sem tveir mótherjar brjóta hvor gegn öðrum á nánast sama tíma.

 

Grein 39 – Slagsmál

 

Ný regla:

Óháð fjölda á bekk liðs er öllum óheimilt að yfirgefa svæði við bekkinn. Gerist það er þjálfara liðsins gefin tæknivilla. Ef einhver af bekknum tekur virkan þátt í slagsmálum skal sá hinn sami fá brotrekstrarvillu.

 

Ástæða fyrir breytingu: Til að refsa meðlimum bekkjarins á annan hátt fyrir að yfirgefa bekkjarsvæði við slagsmál inná vellinum.

 

Grein 46 – Myndbandsdómgæsla

 

Þremur nýjum aðstæðum bætt við sem dómarar mega skoða á ný með myndbandsupptökum:

 

Síðustu tvær mínútur leiksins:

    – Hvort um skottruflun (Goaltending) eða truflun á körfuna var dæmd rétt.

 

Hvenær sem er í leiknum:

    – Eftir að villa var dæmd í skoti sem fór ekki ofan í, hvort gefa skuli tvö eða þrjú vítaskot

    – Hvort að persónu-, óíþróttamannsleg- eða brottrekstrarvilla hafi verið rétt dæmd.

 

Innköst eftir óíþróttamannslega- eða brottrekstrarvillu.

 

Ný regla: Öll innköst sem eru hluti af óíþróttamannslegum, eða brottrekstrarvillum skulu framkvæmd við vítalínu á vallarhelming varnarliðsins.

 

Ástæða fyrir breytingu: Til að fá meiri hraða í leikinn, til að lið nái fleiri sóknum í leik og þannig mögulega bæta í stigaskor leiksins. Til að koma í veg fyrir flóknar aðstæður eftir innköst við miðlínu.  

 

 

Nánar um þessar nýju reglubreytingar má finna hér.