Finnur Freyr Stefánsson aðstoðarþjálfari Íslenska landsliðsins var spenntur fyrir leikjunum sem framundan eru gegn Búlgaríu og Finnlandi í undankeppni HM 2019. Hann sagði liðið vilja hefna fyrir svekkjandi tap í fyrri leiknum gegn Búlgaríu. 

 

Leikurinn gegn Búlgaríu fer fram kl 15:00 í dag að Íslenskum tíma. Hann verður í beinni á RÚV auk þess sem honum verður gerð góð skil á Karfan.is.

 

Karfan.is ræddi við Finn Frey á dögunum um verkefnið framundan í vikunni.