?Blaðamaður Karfan.is er fyrir vestan í körfuboltabúðum Vestra og er að taka stutt og laggóð viðtöl við þjálfaðra og leikmenn sem eru þar. Enn annar þjálfunarþáttur af Podcasti Karfan.is er því kominn í loftið. Elvar Már Friðriksson var leynigestur í búðunum í ár og Karfan.is var svo lánsamt að ná eldsnöggu viðtali við hann. 

Elvar ætti að vera flestum körfuboltaunnendum góðkunnur eftir landsliðsævintýrið á EM 2017. Hann segir frá uppvaxtarárunum í Njarðvík og hvenær hann ákvað að verða atvinnumaður. Elvar er ekki hár til loftsins og minnist þess að þurfa að æfa stíft til að vera tilbúinn þegar tækifærið hans kom. Hann lýsir mótlætinu sem fylgdi því að vera minni en flestir og hvað það skipti máli að vera andlega sterkur. Einar Árni hafði mikil áhrif á Elvar Má og hann fer fögrum orðum um sinn gamla þjálfara sem er nú snúinn aftur í Njarðvík. Elvar fylgist með flestum leikmönnum og hann telur að hægt sé að læra eitthvað af öllum. Hann talar áfram um andlega þáttinn í þjálfun og hvert körfuboltinn sé að fara í framtíðinni.
 

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson

 

Þátturinn er einnig á iTunes

00:30 – Elvar Már og uppvaxtarárin í Njarðvík og yngri landsliðunum.
04:25 – Háskólaboltinn í USA: LIU og Barry University.
06:30 – Landsliðsverkefnin 2015 og 2017 og vinskapurinn í liðinu. 
09:45 – Áhrifamesti þjálfarinn/kennarinn sem fæstir vita af.
12:10 – Elvar ræðir mikilvægi þess að fylgjast með leikmönnum og læra af þeim.
13:30 – Besta bókin sem Elvar las til að styrkja andlega þáttinn hjá sér.
16:25 – Sendingamenn sem Elvar telur góða.
18:25 – Hvert er körfuboltinn að fara og hvað segir Elvar í tengslum við það?
19:40 – Uppáhaldsdrillur Elvars.
20:50 – Lokaskilaboðin: "Æfið líka andlegu hliðina."