Stjarnan hefur samið við bakvörðinn Danielle Rodriguez um að leika áfram með liðinu í Dominos deild kvenna. Þetta staðfestir Pétur Már Sigurðsson þjálfari liðsins við Körfuna fyrr í dag.

 

Danielle leiddi Stjörnuna í öllum helstu tölfræðiþáttum. Skilaði 29 stigum, 12 fráköstum og 9 stoðsendingum að meðaltali í 28 leikjum spiluðum.

 

Stjarnan rétt missti af sæti í undanúrslitunum á síðasta tímabili. Voru með 28 stig í 4.-5. sæti deildarinnar að lokinni deildarkeppninni líkt og Skallagrímur, en með verri innbyrðisstöðu.