Nýr þáttur af Podcasti Karfan.is er kominn í loftið. Þar er rætt við Brynjar Þór Björnsson, sem unnið hefur fimm titla með KR í röð og stofnaði körfuboltaþjálfun Brynjars. Við ræðum KR og Laugardalinn, streetball með gömlum hetjum og körfuboltaþjálfun Brynjars.

 

Brynjar segir frá hvað honum finnst skipta máli í skotum og hvernig maður verður góður skotmaður. Landsliðið er rætt og við förum gegnum hlutverkaskipti hans frá því að vera eitt helsta sóknarvopn KR yfir í að vera þriggja stiga skytta fyrir landsliðið sem kom af bekknum. Hann segir að lokum frá því að vera reiðubúinn fyrir mómentið og hvernig hann heldur að tilvonandi leikmenn geti undirbúið sig betur í sumar fyrir komandi tímabil.

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson

 

Upptakan er einnig á iTunes

00:30 – KR-ingurinn Brynjar Þór og uppeldið í Laugardalnum.
05:20 – Körfuboltaþjálfun Brynjars og tilkoma hennar.
10:45 – Hvernig maður verður góð skytta, sama hvernig maður skýtur.
17:10 – Áhrifamesti þjálfarinn sem fæstir vita af („vertu smart“).
22:30 – Æfðu ákveðnar hreyfingar og vertu geggjaður í þeim.
26:20 – Uppáhaldsdrillur Brilla.
30:05 – Að halda einbeitingu í mótlæti: EM 2015 og EM 2017
36:05 – Hlutverkaskipti milli KR og íslenska landsliðsins.
38:30 – Seinasta körfuboltabókin sem Brynjar las.
41:00 – Vertu tilbúinn þegar mómentið kemur: að hrökkva eða stökkva.
46:30 – Lokaskilaboð Brynjars út í sumarið.