Bakvörður KR-inga, Brynjar Þór Björnsson, er sagður vera á leið í Tindastól fyrir komandi tímabil í Dominos deild karla. Mikil umræða hefur verið um skiptin síðan að leiktíð lauk. Fátt virðist nú benda til annars en hann muni leika heimaleiki sínu í Síkinu á næsta tímabili samkvæmt frétt Vísis. Samkvæmt heimildum Körfunnar er það aðeins formsatriði sem eftir er að skrifa undir samninginn.

 

Brynjar er áttfaldur meistari með KR og var hann einn lykilleikmanna meistaraliðs þeirra sem vann á dögunum sinn fimmta titil í röð, en í tveimur af þessum fimm titlum sigruðu þeir Tindastól í úrslitaeinvígi.

 

Eitthvað virðast Stólarnir vera að bæta í, því á dögunum gerðu þeir samning við einn besta leikmann ÍR frá síðasta tímabili í Danero Thomas.

 

 

 

Tíst þjálfara kvennaliðs KR, Benedikts Guðmundssonar, um málið frá því fyrr í dag: