Bjarni Geir Gunnarsson hefur ákveðið að semja á ný við lið Breiðablik í Dominos deild karla. Bjarni sem er uppalinn hjá Breiðablik var á mála hjá Stjörnunni og á venslasamning hjá Gnúpverjum á síðustu leiktíð. Nú hefur hann samið við Blika um að leika við liðinu á ný. 

 

í tilkynningu Breiðabliks segir Pétur Ingvarsson þjálfari liðsins um komu Bjarna: „Bjarni er leikmaður sem getur brugðið sér í mörg hlutverk og er með reynslu af úrvalsdeild svo hann veit hvað þetta snýst um. Hann er alltaf í fanta formi og æfir eins og atvinnumaður sem setur gott formdæmi fyrir restina af hópnum“

 

Bjarni Geir sló á létta strengi þegar hann var spurður um endurkomuna í Kópavoginn:  „Blikarnir eru búnir að vera duglegir að landa meðal þorskum það sem af er sumri en núna fengu þeir hákarl í netið. En að öllu gamni sleppt þá er mjög gott að vera kominn heim í uppeldisfélagið og fá tækifæri að vera hluti af úrvalsdeildarliði Blika, ég er mjög spenntur fyrir þessu tímabili og það er útlit fyrir skemmtilegan vetur!“

 

Breiðablik hefur verið að bæta í leikmannahópinn fyrir komandi leiktíð. Blikar hafa samið við Hilmar Pétursson, Snorra Hrafnkelsson og Arnór Hermannsson um að leika með liðinu sem verða nýliðar í Dominos deild karla á komandi leiktíð. Auk þess tók Pétur Ingvarsson við þjálfun liðsins á dögunum.