Ægir Þór Steinarsson er aftur kominn í Íslenska landsliðshópinn eftir að hafa misst af síðustu tveimur gluggum vegna skuldbindingar við félagslið sitt. Hann kvaðst spenntur að vera kominn aftur í landsliðið og sagði það sérstaklega skemmtilegt þar sem leikirnir framundan eru mjög stórir fyrir liðið. 

 

Karfan.is ræddi við Ægir á landsliðsæfingu í dag um leikina sem framundan eru gegn Búlgaríu og Finnlandi.