Annað kvöld hefjast lokaúrslit NBA deildarinnar þar sem að Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í fyrsta leik. Fjórða árið í röð sem þessi lið mætast í úrslitum, en þó má segja að um eilítið breytta hópa sé að ræða.

 

Í þessari síðustu útgáfu af NBA podcasti Körfunnar er farið yfir málefni dagsins, undanúrslitin sem voru að klárast og það einvígi sem eftir er.

 

Umsjón með þættinum hafa Davíð Eldur, Ólafur Þór og Sigurður Orri.

 

Upptakan er einnig á rás Körfunnar á iTunes

 

Dagskrá:

Colangelo fíaskóið (01:00)

Ben Simmons og Kardashian bölvunin (05:00)

Clifford ráðinn í Orlando (10:00)

Undanúrslitauppgjör (22:00)

Farið yfir úrslit Cavaliers og Warriors (43:00)