Við sögðum frá því fyrir mánuði síðan að miðherjinn efnilegi, leikmaður íslenska landsliðsins og Valencia í spænsku ACB deildinni Tryggvi Snær Hlinason væri á lista ESPN Insider yfir leikmenn sem líklegir þykja til þess að fara inn í NBA deildina í nýliðavalinu sem fram fer þann 21. júní næstkomandi í New York.

 

Þá hafði Tryggvi ekki enn lýst yfir áhuga sínum til þess að vera skráður í valið, en hann hefur síðan þá sett nafn sitt í pottinn. Hefur hann þó tíma til þess að taka nafn sitt úr pottinum og sleppa því að taka þátt þetta árið, en þá yrði hann sjálfkrafa skráður á næsta ári sökum aldurs.

 

Tryggvi er á svipuðum stað og síðast á topp 100 lista ESPN Insider sem gefinn var út í vikunni, eða númer 78, síðast var hann í sæti númer 74. Listinn sem slíkur hefur ekkert að gera með hvaða lið velji í hvaða sæti, en er það mikið til ennþá á reiki, þar sem bæði á eftir að framkvæma lotterí fyrir efstu 14 valréttina og þá má einnig vera að liðin eigi eftir að skipta á valréttum sín á milli.

 

Ljóst er þó að 60 leikmenn verða valdir á sjálfu nýliðavalinu af liðunum og þá eru fjöldamargir aðrir sem komast að í deildinni þrátt fyrir að vera ekki valdir í því. Sem dæmi þá voru 60 leikmenn valdir í nýliðavali síðasta árs, en 27 í viðbót (sem voru ekki valdir) spiluðu allavegana einn leik í deildinni í vetur. 

 

Á annarri síðu, DraftSite, eru tekin saman platvöl frá hinum ýmsu aðilum og þau sett saman í eina heilstæða mynd. Þar er Tryggvi nokkuð ofar í goggunarröðinni, en þeir spá því í sinni síðustu útgáfu að Tryggvi fari með valrétt númer 49 inn í deildina. Eins og staðan er í dag, þá er það lið San Antonio Spurs sem á þann valrétt.

 

Líkt og fyrir mánuði síðan er það leikmaður Arizona háskólans, Deandre Ayton sem vermir toppsæti ESPN Insider listans og er Luka Doncic áfram í öðru sætinu. Breyting er í því þriðja, þar sem Jaren Jackson og Marvin Bagley hafa sætaskipti, en lista ESPN Insider í heild má sjá í heild hér fyrir neðan.

 

 

 

 

Draft Rankings: Top 100

(Nafn, staða, lið, aldur, hæð, faðmur)

1. Deandre Ayton C Arizona 19.7 7-0 7-5

2. Luka Doncic PG Real Madrid 19.1 6-8 N/A

3. Marvin Bagley III PF/C Duke 19.1 6-11 7-0½

4. Jaren Jackson Jr. PF/C Michigan St 18.6 6-11 7-4

5. Mohamed Bamba C Texas 19.9 7-0 7-9

6. Trae Young PG Oklahoma 19.6 6-2 6-4

7. Wendell Carter Jr. C Duke 19.0 6-10 7-3

8. Michael Porter Jr. SF/PF Missouri 19.8 6-10 7-0

9. Collin Sexton PG Alabama 19.3 6-2 6-7

10. Mikal Bridges SF Villanova 21.6 6-7 7-2

11. Miles Bridges SF/PF Michigan St 20.0 6-6 6-9

12. S. Gil.-Alexander PG/SG Kentucky 19.7 6-6 7-0

13. Robert Williams C Texas A&M 20.5 6-10 7-5½

14. Lonnie Walker IV SG Miami FL 19.3 6-4 6-10½

15. Kevin Knox SF/PF Kentucky 18.7 6-9 7-0½

16. Zhaire Smith SF Texas Tech 18.9 6-5 N/A

17. Aaron Holiday PG UCLA 21.5 6-1 6-6

18. Keita Bates-Diop PF Ohio St 22.2 6-7 N/A

19. Troy Brown SG Oregon 18.7 6-7 6-8

20. Dzanan Musa SF Cedevita 18.9 6-9 6-8½

21. Anfernee Simons SG Team B. 18.9 6-4 6-7

22. Mitchell Robinson C N/A 20.0 6-11 7-4

23. Khyri Thomas SG Creighton 21.9 6-3 N/A

24. Jacob Evans SG/SF Cincinnati 20.8 6-6 N/A

25. De'Anthony Melton PG/SG USC 19.9 6-3 6-8

26. Jalen Brunson PG Villanova 21.6 6-2 6-3

27. Bruce Brown SG Miami FL 21.7 6-3 6-8½

28. Chandler Hutchison SG/SF Boise St 22.0 6-7 N/A

29. Moritz Wagner C Michigan 21.0 6-11 7-0

30. Grayson Allen SG Duke 22.5 6-4 6-6½

31. Melvin Frazier SF Tulane 21.6 6-6 6-8

32. Tyus Battle SG/SF Syracuse 20.6 6-7 6-8

33. Donte DiVincenzo PG Villanova 21.2 6-5 6-5

34. Shake Milton PG/SG SMU 21.6 6-6 7-0

35. Jerome Robinson PG Boston C. 21.1 6-5 N/A

36. Jontay Porter C Missouri 18.4 6-10 7-0

37. Hamidou Diallo SG Kentucky 19.7 6-5 7-0

38. Chimezie Metu PF/C USC 21.1 6-10 6-10½

39. Elie Okobo PG Pau-Orthez 20.5 6-3 N/A

40. Justin Jackson SF/PF Maryland 21.2 6-7 7-3

41. Rodions Kurucs SF/PF Barcelona 2 20.2 6-10 N/A

42. Landry Shamet PG Wichita St 21.1 6-4 N/A

43. Devonte' Graham PG Kansas 23.1 6-2 N/A

44. Jevon Carter PG West Virginia 22.6 6-2 6-3

45. Jalen Hudson SG Florida 21.9 6-5 N/A

46. Malik Newman PG/SG Kansas 21.1 6-4 6-6

47. Tony Carr PG Penn St 20.5 6-3 6-8

48. Devon Hall SG Virginia 22.8 6-5 6-9

49. Omari Spellman PF Villanova 20.7 6-9 7-2

50. Josh Okogie SG Georgia Tech 19.6 6-4 7-0

51. PJ Washington PF Kentucky 19.6 6-8 7-3

52. Trevon Duval PG Duke 19.7 6-3 6-3½

53. Gary Trent Jr. SG Duke 19.2 6-5 6-8½

54. Kevin Huerter SG Maryland 19.6 6-6 6-8

55. Sviatoslav Mykhailiuk SG Kansas 20.8 6-8 6-5

56. Jarrey Foster SG SMU 21.3 6-6 N/A

57. Kevin Hervey SF Texas Arl. 21.8 6-7 N/A

58. Isaac Bonga SF Frankfurt 18.4 6-9 7-0

59. Ray Spalding PF Louisville 21.1 6-10 7-1

60. Brandon McCoy C UNLV 19.8 6-11 7-1½

61. Rawle Alkins SG Arizona 20.5 6-5 6-9

62. Gary Clark PF Cincinnati 23.4 6-7 6-10

63. Shamorie Ponds PG St. John's 19.8 6-1 6-3

64. Sagaba Konate C West Virginia 20.6 6-8 N/A

65. Jarred Vanderbilt SF Kentucky 19.0 6-8 7-1

66. Issuf Sanon PG/SG Olimpija Lj. 18.5 6-4 N/A

67. Goga Bitadze C Mega Bemax 18.7 6-11 7-2

68. DJ Hogg SF/PF Texas A&M 21.6 6-9 6-10½

69. Kenrich Williams PF TCU 23.4 6-7 6-8

70. Kris Wilkes SF/PF UCLA 19.6 6-7 6-11

71. Carsen Edwards PG Purdue 20.1 6-0 6-5

72. Kerwin Roach PG/SG Texas 21.5 6-3 N/A

73. Lindell Wigginton PG Iowa St 20.1 6-2 6-3½

74. Tadas Sedekerskis SF Nevezis 20.2 6-10 6-9½

75. Karim Jallow SF Bayern M. 21.0 6-7 6-8

76. Vincent Edwards SF/PF Purdue 22.0 6-8 7-0

77. Kostas Antetokounmpo SF Dayton 20.4 6-10 7-2

78. Tryggvi Hlinason C Valencia 20.5 7-1 N/A

79. Arnoldas Kulboka SF C. D'Orlando 20.3 6-10 6-11

80. MiKyle McIntosh SF/PF Oregon 23.7 6-7 6-10

81. Amine Noua PF Villeurbanne 21.2 6-8 N/A

82. Austin Wiley C Auburn 19.3 6-11 7-5

83. Allonzo Trier SG Arizona 22.2 6-5 6-7

84. Terence Davis SG Mississippi 20.9 6-4 N/A

85. Alize Johnson PF Missouri St 22.0 6-9 N/A

86. Bonzie Colson PF Notre Dame 22.3 6-5 6-11½

87. Billy Preston PF Igokea 20.5 6-10 7-0½

88. Cody Martin SF Nevada 22.5 6-7 N/A

89. Theo Pinson PG/SG North C. 22.4 6-6 6-11

90. Keenan Evans PG Texas Tech 21.6 6-3 6-5

91. Doral Moore C Wake Forest 21.2 7-0 7-3

92. Gabriel Galvanini SF/PF Bauru 19.6 6-8 N/A

93. W. McDowell-White PG Bamberg 20.0 6-5 6-5

94. George King SF Colorado 24.2 6-6 7-0

95. Ethan Happ PF/C Wisconsin 21.9 6-10 N/A

96. Jaylen Barford SG Arkansas 22.2 6-3 6-4

97. Brian Bowen SF N/A 19.5 6-7 6-9

98. Yago Dos Santos PG Paulistano 19.1 5-10 5-9½

99. Isaac Haas C Purdue 22.5 7-2 7-4

100. Caleb Martin SF Nevada 22.5 6-7 N/A