Bandaríski fjölmiðlarisinn ESPN tilkynnti í morgun að ný heimildamynd í röðinni "30 for 30" kæmi út árið 2019 í samstarfi við Netflix. Myndin fjallar um besta körfuboltamann sögunnar Micheal Jordan og á að vera 10 klukkustundir. 

 

Myndin eða þáttaröðin mun bera nafnið Síðasti dansinn (e. The Last Dance) og mun einbeita sér að mestu leyti að síðasta meistaraári Chicago Bulls og Michael Jordan, tímabilið 1997-1998. 

 

Myndin verður í nokkrum pörtum og er leikstýrt af Jason Hehir, sem einnig leikstýrði 30 for 30 myndunum The Fab Five og The '85 Bears. Einnig leikstýrði hann mjög nýlegri heimildarmynd um Andre The Giant fyrir HBO sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Samkvæmt The Hollywood Reporter munu framleiðendur myndarinnar hafa aðgang að yfir 500 klukkustundum af áður óséðu efni frá þessu tímabili auk viðtala við leikmenn og aðra þekkta einstaklinga úr körfuboltaheiminum. 

 

 

Kitlu úr myndinni má finna hér að neðan en myndin er væntanleg árið 2019.