Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari í minnibolta 10 ára drengja. Lokamót flokksins var leikið í nýju körfuknattleikshúsi Hauka, Ólafssal í Hafnarfirði. Sigruðu þeir það mót og stóðu því uppi sem Íslandsmeistarar að lokum.

 

Stjörnunni gekk einkar vel á úrslitamótinu, þar sem þeir sigruðu alla 5 leiki sína. Í öðru sæti var Breiðablik og því þriðja lið Keflavíkur.

 

Hér fyrir ofan má sjá mynd af liðinu eftir að sigurinn var í höfn. Þjálfarar þeirra eru Árni Ragnarsson, Óskar Þorsteinsson, Baldur Már og Ögmundur Árni Sveinsson, en hópurinn er einn sá stærsti sem æft hefur hjá félaginu. Þar æfa yfir 40 strákar.

 

Hérna má sjá úrslit frá mótinu

 

Mynd Hörður Garðarson / Facebook Stjarnan Karfa