Powerade körfuboltabúðirnar árlegu fara fram í Valshöllinni að Hlíðarenda þann 4. til 7. Júní 2018. Þetta er 17. árið í röð sem búðirnar fara fram en það er Ágúst Björgvinsson þjálfari karlaliðs Vals sem er yfirþjálfari að vanda. Búðirnar í ár eru frá mánudeginum 4. júní til fimmtudagsins 7. júní næstkomandi, en þær eru hugsaðar fyrir áhugasama körfubolta-stráka og stelpur á aldrinum 12 til 18 ára.
Þessir krakkar fá hér tækifæri til þess að njóta handleiðslu færa þjálfara sem munu þjálfa í búðunum. Körfuboltabúðirnar eru á milli 17:30 og 21:00 og verðið er 7.500- krónur.
Allt útlit er fyrir metþátttöku í ár og því mikilvægt að skrá sig fyrr frekar en síðar. Allir þátttakendur fá Powerrade, bol búðanna og fleira.
Umfjöllun um búðirnar fyrir tveimur árum síðan má finna hér:
Skráning með tölvupósti: coachgusti@gmail.com