Valur hefur framlengt við sjö lykilleikmenn sem spiluðu með liðinu á síðasta tímabili. Þetta eru þeir: Austin Magnús Bracey, Benedikt Blöndal, Gunnar Ingi Harðarson, Illugi Auðunsson, Illugi Steingrímsson, Oddur Birnir Pétursson og Sigurður Dagur Sturluson. Sigurður Páll Stefánsson og Þorgeir Blöndal eiga síðan1 ár eftir af samningi sínum þannig að kjarninn er sterkur fyrir komandi átök. Eins og áður hefur komið fram skrifaði félagið nýverið undir 3 ára samning við miðherjann knáa Ragnar Ágúst Nathanaelsson.  

 

“Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Valsmenn að geta haldið áfram að byggja á þeim kjarna sem við höfum náð að mynda sl. ár. Allir okkar leikmenn eru á besta aldri og finnst mér þeir hafa verið að sýna stöðugar framfarir undanfarin tímabil. Það er strax orðin veruleg tilhlökkun hjá mér og hópnum fyrir komandi tímabili”, segir Ágúst Björgvinsson þjálfari Valsmanna.