Boston Celtics lögðu Philadelphia 76ers 117-101 í nótt í fyrsta leik einvígis liðanna í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar. Fyrir Celtics var Terry Rozier atkvæðamestur með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir 76ers var það Joel Embiid sem dróg vagninn með 31 stigi, 13 fráköstum og 5 stoðsendingum.

 

Eftir leikinn leiða Celtics því með einum sigri gegn engum, en það lið sem vinnur fyrst fjóra leiki fer áfram í úrslit austurdeildarinnar, þar sem það mætir sigurvegara einvígis Toronto Raptors og Cleveland Cavaliers.

 

 

 

Úrslit næturinnar

 

Philadelphia 76ers 101 – 117 Boston Celtics

(Celtics leiða 1-0)

 

Það helsta úr leiknum: