Lokahóf KKÍ fór fram í hádeginu í gær þegar sem nýlokið tímabil var gert upp. Þeir leikmenn og þjálfarar sem skarað hafa framúr á tímabilinu voru heiðraðir og veittar viðurkenningar. 

 

Leikmenn og þjálfarar liðanna í Dominos deildunum kusu dómara ársins og var Sigmundur Már Herbertsson valinn dómari ársins enn eitt árið. Þetta er fjórða árið í röð sem Sigmundur er valin dómari ársins. 

 

Sigmundur hefur í fjölmörg ár verið meðal fremstu dómara sem við íslendingar eigum og hefur tekið fjölda verkefna erlendis í vetur. Þetta var í tólfta sinn sem Sigmundur fær þessi verðlaun og það á 14 árum.