Sævaldur Bjarnason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val um þjálfun á yngri flokkum félagsins. Þetta segir í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Vals og þar segir einnig:
Sævaldur Bjarnason eða Sæbi eins og hann er vanalega kallaður mun þjálfa tvo yngri flokka hjá félaginu ásamt því að koma að öðru starfi hjá félaginu. Sæbi hóf sinn þjálfaraferil hjá Val árið 1997 og var til ársins 2007 kom svo aftur keppnistímabilið 2012-13, á þessum tíma hefur Sæbi komið að þjálfun á flestum flokkum KKD Vals. Síðustu þrjú tímabil þjálfaði Sæbi meistaraflokk kvenna hjá Fjölni ásamt yngri flokkum með mjög góðum árangri. Einnig hefur Sæbi þjálfað hjá Breiðablik og Stjörnunni bæði meistaraflokka og yngri flokka. Sæbi hefur verið starfandi í afreksstarfi KKÍ sem aðstoðarþjálfari U16 drengjum og núna U18 kvenna síðustu tvö ár. Sæbi er kennari að mennt og er í FECC þjálfaranámi FIBA.
“Það er frábært að fá Sæba aftur til okkar í Val. Sæbi er gríðarlega metnaðarfullur þjálfari og reynslumikil á öllum stigum í þjálfun í íþróttinni, segir Ágúst Björgvinsson yfirþjálfari yngri flokka Vals
Sævaldur: “Ég er mjög spenntur og áhugasamur að koma aftur heim í Val , ég hef verið núna í 9 af síðustu 10 árum að þjálfa körfubolta annars staðar en í Val, en fann þegar ég hitti Valsmenn að mig langaði til þess að koma aftur og reyna að hjálpa Val á þeirra leið að bætri umgjörð og stærri körfuboltadeild. Það hefur verið flottur gangur í starfinu síðastliðið ár og sést það best á fjölgun yngstu flokkanna og flottum árangri hjá meistaraflokkum félagsins. Ég næ vonandi að leggja mitt af mörkum og koma inn í góða heild hjá þjálfurum félagsins, mun allavega leggja mig allan fram og er bara ánægður með þessa stöðu og hlakka til vetursins”.