Framherjinn Ragnar Örn Bragason hefur samið við Þór um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla, Hafnarfréttir greina frá. Ragnar öllum hnútum kunnugur í Þorlákshöfn, en áður en hann fór til Keflavíkur fyrir síðasta tímabil, hafði hann leikið í tvö ár þar á undan með Þór.

 

Í 27 leikjum með Keflavík á síðasta tímabili skilaði Ragnar 8 stigum og 2 fráköstum á 20 mínútum spiluðum að meðaltali í leik.

 

Í frétt Hafnarfrétta segir Baldur Þór Ragnarsson, nýr þjálfari Þórs:

 

„Ég er mjög ánægður að fá Ragnar aftur til liðs við okkur hér í Þorlákshöfn. Hann mun styrkja hópinn okkar og á eftir að vera öflug viðbót við Þórsliðið næsta vetur,“