Tveir leikir fóru fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.

 

Í fyrri leik kvöldsins lögðu Philadelphi 76ers lið Boston Celtics. Fyrir leikinn voru Celtics komnir með þrjá sigra og voru 76ers því með bakið upp við vegg. Króatinn Dario Saric atkvæðamestur heimamanna í Philadelphia með 25 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar á meðan að nýliðinn Jayson Tatum dróg vagninn fyrir Celtics með 20 stigum.

 

Nokkuð áhugverð voru ummæli Joel Embiid um hinn ógurlega Terry Rozier eftir leik, en sá síðarnefndi reyndi að ráðast á hann í leiknum:

 

Hér má sjá myndband af atvikinu:

 

 

Í Cleveland kláruðu heimamenn í Cavaliers dæmið gegn Toronto Raptors, 4-0. Eins og alltaf besti körfuknattleiksleikmaður í heiminum í dag LeBron James allt í öllu fyrir heimamenn, skilaði 29 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Stjörnuleikmenn Raptors, Kyle Lowry og DeMar DeRozan, náðu sér alls ekki á strik í leiknum. Skoruðu samanlagt 18 stig í 18 skotum.

 

James hélt áfram að setja erfið skot í leik næturinnar, líkt og það sem við sjáum hér fyrir neðan:

 

 

 

Hér er Pocast Körfunnar sem fór vel yfir stöðu mála í úrslitakeppninni NBA deildarinnar í gærkvöldi 

 

 

 

Úrslit næturinnar:

 

Boston Celtics 92 – 103 Philadelphia 76ers

(Celtics leiða 3-1)

 

Toronto Raptors 93 – 128 Cleveland Cavaliers

(Cavaliers fara áfram 4-0)

 

 

Hérna er það helsta úr leikjunum: