Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar karla eftir 18 stiga sigur gegn Breiðablik í hörku leik sem var háður í Ljónagryfjunni í dag.  83:68 varð lokastaða leiksins sem var í járnum mest allan tímann en Njarðvíkingar leiddu í hálfleik 41:37. 

 

Sem fyrr segir mikil eftirvænting eftir þessum leik enda mikið af sterkum leikmönnum í báðum liðum sem leikið hafa með meistaraflokkum liðanna síðustu misseri. Bæði lið stiltu upp sterkum liðum og ljóst var að spennandi leikur væri framundan. 

 

Fyrri hálfleikur var spennandi. Lítill munur var á liðunum en Njarðvík sem lék á sínum heimavelli í Ljónagryfjunni voru þó alltaf skrefinu á undan. Staðan í hálfleik 41-37. 

 

Njarðvík seig svo framúr í seinni hálfleik og gaf þá forystu aldrei frá sér. Munurinn var mestur 18 stig og náði Breiðablik ekki að koma aftur til baka og snúa þeim mun sér í hag. Að lokum var það Njarðvík sem fagnaði 83-68 sigri og lyfti Íslandsmeistaratitlinum í unglingaflokki. 

 

Tölfræðin lýgur ekki:

 

Njarðvíkingar eru með 27 stoðsendingar gegn 11 hjá Blikum. Boltinn gekk vel á milli manna í Njarðvík og bjuggu til auðveldar körfur fyrir vikið. Breiðablik er með 13 tapaða bolta og Njarðvík skorar 12 stig beint eftir stolna bolta en Blikar einungis sex. 

 

Hetjan:

 

Kristinn Pálsson var algjörlega magnaður fyrir Njarðvík í dag. Hann endaði með 33 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar. Kristinn leiddi lið sitt klárlega til sigurs en hann skilar miklu á öllum vígstöðum. Gabríel Sindri Möller var einnig góður með 13 stig og 8 stoðsenindingar. 

 

Tölfræði leiksins

Kristinn Pálsson maður leiksins í viðtali: