Spænska stórliðið Real Madrid lyfti meistaratitlinum í Euroleague þetta tímabilið eftir frábæran úrslitaleik gegn evrópumeisturum síðasta árs, Fenerbache. 

 

Real Madrid voru gríðarlega sterkir undir körfunni og tóku þrettán sóknarfráköst en mörg þeirra komu á stórum augnablikum. Það voru að lokum Madrídingar sem lyftu titlinum með 85-80 sigri en Tyrkirnir gerðu sitt besta til að jafna í lokin en það var of lítið og of seint. 

 

Þetta var í tíunda skipti í sögunni sem Real Madrid vinnur Euroleague og var því gríðarleg fagnaðarlæti sem brutust út meðal leikmanna eftir sigurinn. Nokkur myndbönd af fagnaðarlátunum má finna hér að neðan.