Keflavík hefur samið við bandaríkjamanninn Milton Jennings um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla.

 

Jennings er 27 ára gamall 206 cm framherji sem hefur verið í atvinnumennsku frá því að hann spilaði með háskólaliði Clemson árin 2009-2013. Á síðasta tímabili lék hann með ToPo í fyrstu deild í Finnlandi, en áður hafði hann leikið bæði í Sviss og á Ítalíu.

 

 

Hér má sjá það helsta frá honum úr leik með Winterthur í Sviss: