Martin Hermannsson lék mögulega sinn síðasta leik með Chalon/Reims í frönski úrvalsdeildinni í gær er liðið tapaði gegn Dijon. Félagið segir frá því á Facebook síðu liðsins að umboðsmaður Martins hafi beðið lausnar frá félaginu til að ganga til liðs við úrvalsdeildarlið á Ítalíu. 

 

Ljóst var að Reims færi ekki í úrslitakeppnina og einungis tvær umferðir eftir í deildinni eftir leik gærkvöldsins. Lið Sidigas Avellino í ítölsku úrvalsdeildinni mun vilja fá hann út tímabilið en Chalon/Reims hefur ekki orðið við bón Martins og umboðsmannsins. 

 

Chalon getur tölfræðilega enn fallið í Pro B deildina fari allt á versta veg. Félagið gaf frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir sögðu það ekki koma til greina að leysa Martin frá samning. 

 

Avellino er í fjórða sæti ítölsku deildarinnar auk þess sem liðið komst alla leið í úrslitaleik FIBA Europe Cup fyrr í vetur. Martin mun því leika í úrslitakeppninni í gríðarlega sterkri deild á Ítalíu. 

 

Martin var með 14,1 stig, 2,7 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Chalon/Reims. Hann er með 46,2% nýtingu utan af velli (þar af 44,5% þriggja stiga nýtingu). Þá fiskar hann 4,3 villur að meðaltali á 32 mínútum í leik. 

 
 
Uppfært: Í upprunalegri frétt stóð að félagaskiptin væru gengin í gegn. Það mun ekki vera rétt en staðfest er að Avellion vill fá Martin til liðsins en leikmaðurinn er ekki laus frá franska liðinu.