Martin Hermannsson hefur heldur betur slegið í gegn í frönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann hefur verið algjör lykilmaður í liði Châlons-Reims Basket.

 

Martin er með 14,1 stig, 2,7 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er með 46,2% nýtingu utan af velli (þar af 44,5% þriggja stiga nýtingu). Þá fiskar hann 4,3 villur að meðaltali á 32 mínútum í leik.

 

Á síðunni BEBasket á Frakklandi segir að Martin hafi hlotið athygli Euroleague liða sem hafa áhuga á honum. Einnig renni efstu lið deildarinnar hýru auga til hans og þjálfari Strassbourg hafi opinberlega lýst yfir ánægju sinni með leikmanninn. Í lok fréttarinnar segir að sumarið verði spennandi fyrir þennan Íslenska leikstjórnanda. 

 

Reims sitja í 14 sæti frönsku deildarinnar með 13 sigra þegar þrjár umferðir eru eftir.