Tveir leikir voru á dagskrá í nótt í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar.

 

Í þeim fyrri sigruðu meistarar Golden State Warriors lið New Orleans Pelicans með 118 stigum gegn 92. Stjörnuleikmenn liðanna atkvæðamestir. Kevin Durant með 38 stig fyrir Warriors á meðan að Anthony Davis setti 26 fyrir Pelicans. Warriors leiða 3-1 og geta komist áfram í úrslit Vesturstrandarinnar ef þeir sigra næsta leik.

 

Í Salt Lake City í Utah lágu heimamenn í Jazz fyrir deildarmeisturum Houston Rockets. Leikguðinn Chris Paul atkvæðamestur fyrir Rockets með 27 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar á meðan að nýliðinn Donovan Mitchell dróg vagninn fyrir heimamenn með 25 stigum og 9 fráköstum. Líkt og Warriors leiða Rockets sitt einvígi líka 3-1 og geta með sigri í næsta leik haldið til úrslita deildarinnar.

 

 

 

 

 

 

Úrslit næturinnar

 

Golden State Warriors 118 – 92 New Orleans Pelicans

(Warriors leiða 3-1)

 

Houston Rockets 100 – 87 Utah Jazz

(Rockets leiða 3-1)

 

Hérna er það helsta úr leikjunum: