Cleveland Cavaliers tryggðu sér rétt í þessu sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar með sigri á Boston Celtics í oddaleik úrslita Austurstrandarinnar. Cavaliers sigruðu einvígið því með 4 sigrum gegn 3. Þeir þurfa nú að bíða niðurstöðu einvígis meistara Golden State Warriors og Houston Rockets til þess að vita hvoru liðinu þeir mæta í úrslitunum, en þau munu annað kvöld mætast í oddaleik.

 

Fyrir Cavaliers var það LeBron James sem var atkvæðamestur með 35 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar. Ferð James í úrslitin nokkuð merkileg þetta árið, en þetta er í áttunda skiptið í röð sem hann heldur til þeirra. Fyrir Celtics var nýliðinn Jayson Tatum atkvæðamestur með 24 stig og 7 fráköst.

 

 

 

Úrslit næturinnar

 

Cleveland Cavaliers 87 – 79 Boston Celtics

(Cavaliers sigruðu einvígið 4-3)