Keflavík varð um helgina Íslandsmeistari í 8. flokk stúlkna. Lokamót flokksins var leikið í  Mustad Höllinni í Grindavík. Á lokamótinu léku auk Keflavíkur lið Grindavíkur, Hauka, Þórs og Þórs Akureyri.

 

Að lokum var það úrslitaleikur milli Grindavíkur og Keflavíkur sem skar úr um hvort liðið yrði Íslandsmeistari, en Keflavík sigraði hann með 10 stigum, 34-24. Í þriðja sætinu enduðu Haukar.

 

Hér fyrir ofan má sjá mynd af liðinu eftir að sigurinn var í höfn, en á myndina vantar þjálfara þeirra Kristjönu Eir Jónsdóttur.

 

Hérna má sjá úrslit frá mótinu