Keflavík varð Íslandsmeistari í stúlknaflokki í dag eftir öruggan sigur á Haukum í úrslitaleik liðanna sem fram fór í DHL-höllinnií dag. 

 

Umfjöllun um helstu þætti leiksins má finna hér að neðan:

 

Gangur leiksins:

Haukarnir voru sterkari á upphafsmínútunum en Keflavík náði hægt og rólega undirtökunum í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 32-40 fyrir Keflavík. Strax í byrjun þriðja leikhluta setti Keflavík í gírinn og náði yfir tuttugu stiga forystu. Fyrir vikið hvarf öll spenna úr leiknum í seinni hálfleik og Keflavík silgdi sigrinum ansi örugglega að lokum. Lokastaða var 53-74 og Keflavík því Íslandsmeistari í stúlknaflokki. 

 

 

Tölfræðin lýgur ekki:

Keflavík stal 14 boltum af Haukum í leiknum sem bjuggu flestir til auðveldar körfur hinumegin. Þá voru Keflvíkingar með 21 stoðsendingu gegn 10 hjá Haukum, boltaflæðið var mun betra hjá meisturunum sem bjó til auðveldar körfur. 

 

 

Hetjan:

Elsa Albertsdóttir var valin besti leikmaður leiksins. Hún endaði með 6 stig, 16 fráköst, 7 stolna bolta og 3 stoðsendingar. Hún dreif liðið áfram með baráttu sinni og leikgleði. Birna Valgerður og Katla Rún voru einnig mjög sterkar í liði Keflavíkur.

 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Bára Dröfn)