Þjálfari Íslandsmeistara Hauka Ingvar Þór Guðjónsson er hættur með liðið. Staðfesti hann þetta við Körfuna nú í kvöld.

 

Haukar urði Íslandsmeistarar í síðasta mánuði eftir að hafa sigrað Val í oddaleik um titilinn, en fyrr í vetur hafði liðið einnig unnið deildarmeistaratitilinn undir hans stjórn.

 

Samkvæmt Ingvari var síðasti vetur strembinn og fannst honum hann þurfa að taka sér smá pásu núna, en hann hefur þjálfað flesta leikmenn þessa meistaraliðs síðustu 8 tímabilin. Segist hann vera búinn að ganga í gegnum allt með þeim og að honum fyndist vera réttur tími til þess að sleppa af þeim takinu núna.

 

 

Segist hann þó örugglega þjálfa áfram, þó ekki sé ljóst á þessari stundu hvað það verður.