Leikmenn í Dominos deildunum eru í flestum tilvikum einnig með aðra atvinnu samhliða körfuboltanum. Við sem fylgjumst með körfubolta fáum sjaldan að kynnast þeirri hlið á leikmönnunum. 

 

Gunnhildur Lind Hansdóttir leikmaður Skallagríms í Dominos deild kvenna gerði á dögunum lokaverkefni í ljósmyndun við Tækniskólann. Þar birtir hún leikmenn í Dominos deildunum í sínu vinnuumhverfi. Í lýsingu á heimasíðu verkefnisins segir: "Markmið verkefnisins er að sýna hina hlið körfuboltaleikmannsins. Það er hlið sem vill oft gleymast meðal hörðustu aðdáenda íþróttarinnar."

 

Útkoman er stórskemmtileg, þar sem við sjáum hina hliðina á Sveinbirni Claessen, Sigrúnu Sjöfn, Berglindi Gunnarsdóttur og Axeli Kárasyni. 

 

Verkefnið og myndirnar má finna hér.