Hilmar Smári Henningsson hefur ákveðið að leika með uppeldisliði sínu Haukum aftur eftir hálfs árs veru hjá Þór á Akureyri. Frá þessu var sagt á mbl.is í morgun. 

 

Þessi 18 ára bakvörður er einn efnilegasti leikmaður landsins. Hann lék stórt hlutverk í liði Þórs í Dominos deild karla er liðið féll úr deildinni á nýliðnu tímabili. Hilmar Smári var með 8,4 stig, 3 frá­köst og 1,7 stoðsend­ing­ar að meðaltali í leik með Þór Ak. 

 

Hilmar Smári hefur verið hluti af ógnarsterkum yngri flokk Hauka sem hefur urðið Íslandsmeistari í drengjaflokk síðustu tvö ár. Hann hefur nú ákveðið að leika áfram í Dominos deildinni á næstu leiktíð. 

 

Ljóst er að einhverjar breytingar verða á liði Hauka fyrir næstu leiktíð. Hilmar Pétursson samdi við Breiðablik á dögunum og Finnur Atli Magnússon er á leið til Ungverjalands. Hlutverk Hilmars Smára gæti því stækkað í  liði Hauka.