Lykilleikmaður úrslitaleiks Stjörnunnar og Hauka í drengjaflokki var leikmaður Hauka, Hilmar Pétursson. Nokkrir leikmenn komu til greina en Hilmar stóð uppúr sterku liði Hauka. Hilmar endaði með 30 stig, 8 fráköst og þrjár stoðsendingar. Hann stjórnaði algjörlega leik Hauka og gekk mun betur með hann inná. Sigurjón Unnar var einnig nálægt þrennu með 10 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Einnig var Alex Rafn öflugur. 

 

Meira um leikinn hér.

Karfan.is ræddi við Hilmar rétt eftir að hann hafði lyft titlinum.