Haukar urðu Íslandsmeistarar í drengja í dag eftir góðan sigur á Stjörnunni í úrslitaleik liðanna sem fram fór í DHL-höllinnií dag.
Umfjöllun um helstu þætti leiksins má finna hér að neðan:
Gangur leiksins:
Fyrri hálfleikur var hnífjafn og munaði ákaflega litlu á liðunum. Haukar voru yfir í byrjun en Stjarnan komst í betri takt er leið á hálfleikinn. Stjarnan var með sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfeik og þar af var Friðrik Anton með fjóra í fjórum skotum. Liðin skipust á að setja körfur en Dúi Þór setti 13 af síðustu fimmtán stigum Stjörnunnar í fyrri hálfleik og kom þeim yfir fyrir hálfleikinn 41-39.
Haukarnir voru með yfirhöndina meirihluta seinni hálfleiks en Stjarnan var aldrei langt undan. Garðbæingar náðu að minnka mest muninn í fjögur stig en nær komust þeir ekki. Að lokum unnu Haukar góðan tíu stiga sigur 89-79.
Tölfræðin lýgur ekki:
Haukar tóku 55 fráköst gegn 38 fráköstum Stjörnunnar. Þar af 17 sóknarfráköst sem gaf liðinu fleiri skot. Haukar eru með mun fleiri stoðsendingar enda gekk boltinn vel á milli manna í leiknum.
Hetjan:
Hilmar Pétursson leikmaður Hauka var valinn bestur í leiknum, hann endaði með 30 stig, 8 fráköst og þrjár stoðsendingar. Hann stjórnaði algjörlega leik Hauka og gekk mun betur með hann inná. Sigurjón Unnar var einnig nálægt þrennu með 10 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Einnig var Alex Rafn öflugur.