Fjölnir hefur gengið frá ráðniningu á þjálfaranum Halldóri Karli Þórssyni fyrir komandi átök í 1. deild kvenna. Mun Halldór taka við af Sævaldi Bjarnasyni, sem stýrði liðinu alla leið í úrslitaeinvígi 1. deildarinnar á síðasta tímabili. Þar tapaði liðið fyrir KR, en Halldór var einmitt aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar hjá því liði. Ásamt því að hafa þá reynslu hefur Halldór einnig verið að þjálfa yngri flokka hjá KR.

 

Þá gerði félagið einnig áframhaldandi samning við bakvörðinn Berglindi Karen Ingvarsdóttur, en hún mun einnig verða aðstoðarþjálfari Halldórs með liðinu.

 

 

 

Fréttatilkynning Fjölnis:

 

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur gengið frá ráðningu Halldórs Karls Þórssonar. Hann mun þjálfa meistaraflokk kvenna sem spilaði í vor til úrslita 1. deildinni.  Halldór tekur við tekur við af Sævaldi Bjarnasyni sem hefur verið þjálfari meistaraflokks kvenna undanfarin ár.

 

Halldór Karl var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR auk þess sem hann þjálfaði yngri flokka hjá KR.

 

Á sama tíma var skrifað undir leikmannasamning við Berglindi Karen Ingvarsdóttur en hún mun einnig starfa áfram sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks við hlið Halldórs.

 

Við bjóðum þau velkomin til starfa.

 

Á myndinni eru Guðlaug Björk Karlsdóttir formaður körfuknattleiksdeildar Fjölnis, Berglind Karen Ingvarsdóttir leikmaður og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna, Halldór Karl Þórsson nýráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna og Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri Fjölnis.