Grindavík varð í dag Íslandsmeistari í 9. flokk stúlkna eftir sigur á liði Tindastóls / Þórs Akureyri, 59-27. Á leið sinni í úrslitaleikinn sigraði Grindavík lið Keflavíkur og Tindastóll / Þór Akureyri lagði Njarðvík.

 

 

 

 

Gangur leiks

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrsta leikhlutanum, en hann endaði 15-11 Grindavík í vil. Snemma í öðrum leikhlutanum tók Grindavík þó á rás og virtist Tindastóll / Þór Akureyri ekki eiga nokkur svör. Staðan í hálfleik var 35-14.

 

Í seinni hálfleiknum héldu Grindavíkurstúlkur áfram. Leiða með 31 stigi fyrir lokaleikhlutann, 49-18. Eftirleikurinn því aðeins formsatriði, en þó Tindastóll / Þór Akureyri hafi aðeins bitið frá sér í fjórða, þá sigraði Grindavík leikinn með 32 stigum, 59-27.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Stærsta áhlaup leiksins kom í öðrum leikhlutanum, en þá skoraði Grindavík 20 stig án þess að Tindastóll / Þór Akureyri næði að svara. Stærsta áhlaup Tindastóls / Þórs Akureyri í leiknum voru 4 stig.

 

 

Hetjan

Í virkilega jafn góðu Grindavíkurliði skaraði Elísabet Ýr Ægisdóttir framúr í dag. Skoraði 16 stig, tók 6 fráköst, gaf 2 stoðsendingar, stal 2 boltum og varði 3 skot á þeim rúmu 20 mínútum sem hún spilaði.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun, viðtal / Davíð Eldur

Myndir / Bára Dröfn