Hamar í Hveragerði samdi við Geir Elías Úlf Helgason um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Geir kemur frá Snæfell en er uppalinn hjá Hrunamönnum og hefur einnig leikið með FSu. 

 

Geir þykir prýðis þriggja stiga skytta og var til að mynda með yfir 40% þriggja stiga nýtingu á nýliðnu tímabili í Stykkishólmi. Þar var hann með 13,2 stig og 4 fráköst að meðaltali í leik. 

 

“Geir er einn besti skotmaður deildarinnar og heilt yfir duglegur og mjög góður leikmaður, við hlökkum til að bæta honum inn í flottan kjarna sem við höfum fyrir. Hann á rætur að rekja á Flúðir eins og ég þannig að það er flott að vera með einn uppalinn Hrunamann í hópnum líka.” segir Mate Dalmay þjálfari Hamars í yfirlýsingu frá liðinu.