TAU Castello féll úr leik í spænsku B-deildinni í gær er liðið tapaði gegn Melilla í átta liða úrslitum deildarinnar. Lokastaðan í einvíginu því 3-1 fyrir Melilla og tímabilið því búið fyrir Castello. 

 

Ægir Þór Steinarsson leikur með Tau Castello en hann var með tvö stig í þessum síðasta leik. Ægir hefur verið í stóru hlutverki í liðið Castello og lýkur því frábæru tímabili með þessu tapi. Ægir var með 8,2 stig og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í 38 leikjum tímabilsins. 

 

Ægir fór alla leið á síðasta tímabili með San Pablo Burgos og vann úrslitakeppnina. Það var því miður ekki leikið eftir í ár en spennandi verður að sjá hvað næsta skref á ferli Ægis verður. Castello endaði í sjötta sæti deildarkeppninnar og bætti sig mikið þegar leið á keppnina. Liðið ætlar sér stóra hluti á næstu árum. 

 

Með liði Melilla spilar Mamadou Samb sem lék um tíma með Tindastól á þar síðasta tímabili. Hann var sterkur fyrir Melilla með 8 stig og 10 fráköst.