Fyrri úrslitahelgi yngri flokka lýkur í dag þegar úrslitaleikir í fjórum flokkum fara fram. Undanúrslit þessara flokka hafa farið fram síðustu daga í DHL-höllinni en nú er komið að úrslitastund.

 

Dagskrá dagsins hefst kl 9:00 með úrslitaleik 9. flokks stúlkna. Síðasti leikur dagsins er kl 14:45 en það er úrslitaleikur drengjaflokks. Leikirnir eru í beinni útsendingu sem finna má á heimasíðu körfuknattleikssambandsins.

 

Yfirlit yfir leiki dagsins má finna hér að neðan en þeir fara allir fram í DHL-höllinni:

 

Leikir dagsins:

 

Kl 09:00: 9. flokkur stúlkna – Grindavík – Tindastóll/Þór Ak

Kl 10:50: 9. flokkur drengja – KR – Fjölnir

Kl 12:40: Stúlknaflokkur – Haukar – Keflavík

Kl 14:45: Drengjaflokkur – Stjarnan – Haukar

 

Beina útsendingu má nálgast hér. 

 

Leikskrá helgarinnar má finna hér.