Þjálfari KR og aðstoðarþjálfari íslenska a landsliðsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun hætta með landsliðinu eftir verkefni sumarsins, en í sumar mun liðið leika úti gegn Búlagríu og Finnlandi í undankeppni heimsmeistaramótsins 2019. Þetta staðfesti Finnur í ítarlegu viðtali við Podcast KR sem kom út í dag.

 

Finnur kom fyrst til starfa þegar að Craig Pedersen var ráðinn þjálfari liðsins og hefur hann meðal annars farið með liðið á tvö lokamót EuroBasket, 2015 í Berlín og nú síðast 2017 í Hensinki.

 

Finnur er því að hætta á sama tíma og félagi hans úr KR, leikmaðurinn Jón Arnór Stefánsson, sem gaf það út í Podcasti Körfunnar fyrr í vetur að verkefnið í sumar yrði hans síðasta með landsliðinu.