Fyrr í kvöld greindum við frá því að Björk Gunnarsdóttir væri á leið til Breiðabliks frá Njarðvík. Félagið staðfesti það í kvöld með yfirlýsingu á heimasíðu sinni í kvöld. Þar kom fram að Björk væri ekki eini leikmaðurinn frá Njarðvík sem væri á leið í Kópavoginn. 

 

Erna Freydís Traustadóttir samdi nefnilega einnig við lið Breiðabliks í kvöld. Hún kemur frá Njarðvík en hefur einnig spilað í Noregi. Erna lék alla leiki Njarðvíkur á nýliðnu tímabili sem féll úr Dominos deildinni en komst þó í bikarúrslit Maltbikarsins. Hún er með 3,4 stig að meðaltali í leik en hún lék með U18 landsliði Íslands síðasta sumar. Þá lék hún einnig með yngri landsliðum Noregs. 

 

Margrét Sturlaugsdóttir nýráðin þjálfari Breiðabliks hafði þetta að segja um komu þeirra Ernu og Bjarkar í yfirlýsingu félagsins í kvöld: "Ég er hæstánægð að þær vilji leggja Blikum lið í vetur. Þekki þær vel, en ég þjálfaði þær báðar í Njarðvík og í landsliðum. Þær koma með reynslu og góða undirstöðu í annars flott Blikalið sem er að megin upplagi Blikastelpur".