Lykilleikmaður úrslitaleiks Keflavíkur og Hauka í stúlknaflokki var leikmaður Keflavíkur, Elsa Albertsdóttir. Margir leikmenn komu til greina en Elsa stóð uppúr sterku liði Keflavíkur. Hún endaði með 6 stig, 16 fráköst, 7 stolna bolta og 3 stoðsendingar. Hún dreif liðið áfram með baráttu sinni og leikgleði. Birna Valgerður og Katla Rún voru einnig mjög sterkar í liði Keflavíkur.

 

Hérna er meira um leikinn

 
 
Karfan.is ræddi við Elsu rétt eftir að hún hafði lyft titlinum.